Leikstjóri Deep Throat látinn

Mótmæli við bíó í Times Square þar sem Deep Throat …
Mótmæli við bíó í Times Square þar sem Deep Throat var sýnd árið 1972

Gerard Damiano, sem leikstýrði einni frægustu klámmynd allra tíma, Deep Throat, er látinn 80 ára gamall. Sonur Damioano segir að fjölskyldan sé stolt af ævistarfi hans og þótt þau systkinin hafi ekki fengið að horfa á myndirnar hans hafi þau stundum fengið að koma með í vinnuna og vitað við hvað hann fékkst. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Klámmyndin Deep Throat er að sumum talin hafa markað tímamót þar sem hún naut gríðarlegra vinsælda og hafði mikil áhrif við ýta klámmyndaiðnaðinum úr vör. Hún var tekin upp á aðeins 6 dögum árið 1972 og varð skylduáhorf fyrir unga Bandaríkjamenn sem höfðu ná nýgengið í gegnum kynlífsbyltingu sjöunda áratugarins.

Myndin varð svo nátengd einu frægasta fjölmiðlaskúbbi fyrr og síðar í Watergate-skandalnum, þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein nefndu nafnlausan heimildamann sinn Deep Throat. Síðar hélt aðalleikkona myndarinnar, Linda Boreman, því fram í ævisögu sinni að hún hefði ekki tekið þátt í mörgum kynlífssenunum sjálfviljum heldur verið kúguð til þess af eiginmanni sínum, sem hafi sjálfur hirt launin fyrir. Í myndinni sé því í raun fest á filmu atriði þar sem henni sé ítrekað nauðgað. 

Sonur Damiano segir að föður hans hafi aldrei grunað fyrirfram að myndin yðri svo vinsæl sem hún varð, en hún vakti mikla athygli, bæði jákvæða og neikvæða og þ.á.m. lögsóknir, þegar hún var sýnd í almennu kvikmyndahúsi við Times Square i New York.

Myndin var hinsvegar ekki í uppáhaldi hjá leikstjóranum sjálfum. „Honum þótti vænt um hana vegna þess hvað úr henni varð, en í faglegu samhengi hefði hann aldrei sagt þetta góða mynd,“ segir sonur hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson