Sagði upp hjá BBC vegna símahrekks

Russell Brand hefur sagt starfi sínu lausu hjá BBC.
Russell Brand hefur sagt starfi sínu lausu hjá BBC. Reuters

Breski grínistinn Russell Brand hefur sagt upp starfi sínu hjá BBC Radio 2 í kjölfar þess að símahrekkur, sem hann og fjölmiðlamaðurinn Jonathan Ross stóðu að, fór úr böndunum. Þeir félagar gerðu at í breska leikaranum Andrew Sachs, sem gerði garðinn m.a. frægan í þáttunum The Fawlty Towers.

Bæði Ross og Brand hafa beðist opinberlega afsökunar á sprellinu, sem þeir segja að hafi verið bæði vanhugsað og barnalegt.

Fyrr í dag var greint frá því að þeim félögum yrði vikið tímabundið úr starfi og allir þættirnir þeirra teknir af dagskrá þar til breska ríkisútvarpið væri búið að fara yfir og rannsaka málið.

Sachs, sem er 78 ára, segist virða ákvörðun Brands og hefur tekið afsökunarbeiðni þeirra kumpána til greina.

Hann komst í uppnám eftir að Brand og Ross höfðu skilið eftir nokkur klúr skilaboð á talhólfi leikarans 16. október sl., sem voru síðan leikin í þættinum þeirra tveimur dögum síðar.

Það sem fór einna helst fyrir brjóstið á leikaranum voru sóðaleg ummæli þeirra félaga um barnabarn sitt, hina 23 ára gömlu Georgina Baillie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason