Dýrt spaug

Útvarpsmaðurinn Jonathan Ross, sem hefur verið mikið í fréttum í Bretlandi eftir grófan símahrekk, mun tapa tæpum 300 milljónum kr. á uppátækinu.

Ross og spéfuglinn Russell Brand reyndu að ná símaviðtali við hinn aldna leikara Andrew Sachs en þegar illa gekk að ná í Sachs skildu þeir félagar klúr skilaboð eftir á talhólfi hans. Um 35 þúsund manns kvörtuðu undan uppátækinu, sem spilað var í beinni útsendingu, þ.á m. Gordon Brown forsætisráðherra.

Samningur Ross við útvarpsstöðina hljóðar upp á 6 milljónir punda eða rúmlega 1,1 milljarð íslenskra króna. Í kjölfar hrekksins var Ross vikið úr starfi í 12 vikur og mun hann ekki fá greidd laun þann tíma. Brand sagði upp útvarpsstarfi sínu á miðvikudaginn.

Ross og Brand hringdu í Sachs og skildu eftir gróf skilaboð, þar sem m.a. var talað um kynferðislegt samband hans við barnabarn sitt. Þeir grínuðust einnig með að Sachs gæti framið sjálfsmorð þegar hann heyrði skilaboðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant