„Púlsinn gekk strax saman“

Kristján Jóhannsson.
Kristján Jóhannsson.

„Þetta hefur verið sorglega langur tími. Við erum búin að faðmast og kyssast hérna hljóðfæraleikarar og stjórnendur og ég held að við séum búin að opna allar gáttir fyrir áframhaldandi samstarf,“ segir Kristján Jóhannsson tenór sem syngur í dag í fyrsta skipti í átta ár með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

„Ég er líka í fyrsta skipti að syngja á tónleikum þar sem Petri Sakari stjórnar, þó hann hefi verið hér að störfum í 24 ár. Þetta er yndisleg upplifun og við urðum mestu mátar strax, púlsinn gekk strax saman.“

Íslenskir hjartaknúsarar

„Ég ætla að syngja, eins og ég hef reyndar ekki gert lengi, nokkra íslenska hjartaknúsara,“ segir Kristján, en á efnisskránni eru meðal annars íslensku sönglögin „Sjá dagar koma“ og „Í fjarlægð“. Að auki syngur Kristján frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. Síðan leikur sveitin fimmtu sinfóníu Beethovens, karnivalforleik Dvoráks og tvo kafla úr tónlist Griegs við Pétur Gaut. „Þetta er tónlist fyrir alla, þetta er algjört konfekt.“

Hanga utan á húsinu

Kristján og Sinfóníuhljómsveitin halda síðan á æskuslóðir hans fyrir norðan og flytja sömu dagskrá á Akureyri. Kristján hlakkar til að syngja fyrir sitt heimafólk. „Ég á von á því að flestallir Akureyringar komi á staðinn og hangi bara utan á húsinu. Svo ætla ég að heimsækja mömmu og hún ætlar að koma á tónleikana 91 árs gömul konan.“

Fyrri tónleikarnir hefjast í dag klukkan 17 í Háskólabíói og þeir síðari verða 4. nóvember klukkan í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri. Aðgangseyrir er 1000 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson