Kynlífsflokkur í Ástralíu

Óperuhúsið í Sydney. Ástralar geta senn kosið kynlífsflokk.
Óperuhúsið í Sydney. Ástralar geta senn kosið kynlífsflokk. Reuters

Þeim Áströlum sem leiðst hefur litleysi stjórnmálanna stendur nú nýr spennandi valkostur til boða. Það er nefnilega kominn fram á sjónarsviðið flokkur sem gerir kynlíf að aðalefni stefnuskrár sinnar.

Flokknum, Australian Sex Party, verður formlega ýtt úr vör í Melbourne á fimmtudag, en hún er jafnan talin evrópskust borga syðra.

Talsmenn flokksins halda því fram að áströlsk stjórnmál séu orðin of íhaldssöm og úr takt við tímann.

Vill flokkurinn þess í stað ræða um kynlíf af alvöru, á þeim grundvelli að þörf sé á stjórnmálaafli sem ræði opinskátt um málaflokkinn andspænis siðgæðisvörðum og stjórnmálamönnum sem gefa sig út fyrir að vera samfélagslega íhaldssamir.

Fiona Patten, einn helsti talsmaður flokksins og formaður Eros Association, bandalags seljenda hjálpartækja ástarlífsins og klámefnis syðra, segir kveikjuna að stofnun flokksins þá að stjórnin hefði samþykkt lög um síu á klámefni á netinu.

En samkvæmt lögunum, sem ætlað er að verja börn gegn barnaklámi, þurfa umsjónarmenn netþjónustu að sía út vefsíður sem taldar eru óæskilegar samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda.

Þeir netnotendur sem óska eftir aðgangi að umræddu efni munu eftir sem áður geta nálgast það, með því að afþakka síunina.

Síunin er umdeild og vill Patten meina að lögin muni koma klámiðnaðinum illa, með vísun til þess að nú sé talið réttlætanlegt að banna efni sem var talið við hæfi fyrir tuttugu árum. 

Lítur Patten á sig sem málsvara þess meirihluta Ástrala sem vilji hafa frjálsan aðgang að klámefni á netinu. 

Að hennar mati hafa kristnir íhaldsmenn náð svo langt í siðgæðisvernd sinni að Ástralar óttist að taka sér orðið kynlíf í munn. Nýlegt dæmi sé að auglýsing þar sem neytendum var lofað „lengra kynlífi“ hafi verið tekin niður vegna umkvartana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler