Tónlistarmenn argir út í Óskar Bergsson

Óskar Bergsson
Óskar Bergsson mbl.is/Billi

Óhætt er að segja að á meðal tónlistarmanna landsins sé Óskar Bergsson, borgarráðsmaður Framsóknarflokks og formaður borgarráðs, óvinsælastur stjórnmálamanna. Óskar lét hafa það eftir sér í viðtali við vísi.is að ein ástæðan fyrir því að Reykjavíkurborg myndi ekki styrkja krepputónleikana frekar væri að tónleikarnir væru í einhverjum tilvikum útgáfutónleikar þeirra listamanna sem þar komu fram. Jakob Smári Magnússon bassaleikari lék undir með Bubba Morthens í Höllinni og reit þetta á bloggsíðu sína og undir hans orð taka margir:

„Mig langar [...] að benda Óskari á að tónlistamenn eru ekki haldnir sömu siðblindu og stjórnmálamenn. Það var enginn þarna [...] að halda útgáfutónleika. Þarna voru menn ekki að misnota aðstöðu sína eða aðstæður í markaðslegum tilgangi. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða. Við gerum þetta oft. Það eru ófá skiptin sem tónlistarmenn eru kallaðir til þegar styrkja þarf gott málefni. Og þá erum við alltaf reiðubúnir. [...] Það vill nefnilega þannig til að íslenskir tónlistarmenn eru fullfærir um að halda sína útgáfutónleika án styrkja frá hinu opinbera. (Nema kannski Melabandið). Íslenskir tónlistarmenn hafa mikinn metnað og afgreiða ekki útgáfutónleika með því að mæta í Laugardalshöll og flytja 2-4 lög eins og gert var [á laugardag].

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson