Engin bresk kvikmynd meðal 100 bestu

Citizen Kane er efst á lista hjá Frökkum eins og …
Citizen Kane er efst á lista hjá Frökkum eins og víðar.

Breski kvikmyndaiðnaðurinn er sármóðgaður út í þann franska eftir að hið virta kvikmyndatímarit Frakka, Les Cahiers du Cinema birti lista yfir 100 bestu myndir allra tíma. Enginn bresk mynd náði nefnilega inn á listann. Bandarískar myndir eru í miklum meirihluta á listanum en þangað ná einnig allmargar franskar myndir, spænskar, ítalskar, rússneskar og japanskar. Engar breskar.

Bretarnir Alfred Hitchcock og Charlie Chaplin eru nokkrum sinnum nefndir en einungis fyrir myndir sem þeir gerðu í Hollywood fyrir bandaríska peninga. Næsta sem Bretarnir komast er 17. sætið sem nokkrar myndir hreppa en þar á meðal er 2001: A Space Odyssey sem gerð var fyrir breska peninga að hluta og með breskum tæknimönnum.

Enginn þekktustu leikstjóra breska kvikmyndaiðnaðarins á mynd á listanum, ekki David Lean, ekki Ken Loach eða Peter Greenaway.

Listinn er byggður upp samkvæmt vali og tilnefningu 76 franskra kvikmyndaleikstjóra, gagnrýnenda og framleiðenda. Allar 100 myndirnar verða sýndar í kvikmyndahúsi í Fimmta hverfi Parísar frá gærdeginum fram í júlí á næsta ári.

Ritstjóri franska kvikmyndablaðsins segir að vissulega sé fjarvera breskra mynda af listanum „æpandi“ en ekki „vísvitandi“, eins og hann orðaði það.

„Í þessu felast ekki and-breskir fordómar. Þetta er einfaldlega niðurstaða af einstaklingsbundnu vali 76 manns í franska kvikmyndaiðnaðinum. Hver um sig var beðin að tilgreina 100 bestu myndirnar og þetta er afraksturinn. Já, það er kannski undrunarefni að þarna skuli ekki vera Arabíu-Lawrence eða mynd eftir Ken Loach eða Stephen Frears (Drottningin). En það eru mörg önnur lönd sem vantar. Þarna er engin mynd frá Brasilíu til dæmis.

20 bestu myndirnar

Athygli vekur einnig að allar 20 efstu myndirnir eru gerðar fyrir 1960 en annars lítur sá list þannig út:

1. Citizen Kane, 1941, Orson Welles

2-3. The Night of the Hunter, 1955, Charles Laughton

2-3. The Rules of the Game, 1939 (La Règle du jeu), Jean Renoir

4. Sunrise: A Song of Two Humans, 1927, Friedrich Wilhelm Murnau

5. L'Atalante, 1934, Jean Vigo

6. M, 1931, Fritz Lang

7. Singin' in the Rain, 1952, Gene Kelly & Stanley Donen

8. Vertigo, 1958, Alfred Hitchcock

9-11. Children of Paradise, 1945 (Les Enfants du Paradis), Marcel Carné

9-11. The Searchers, 1956, John Ford

9-11. Greed, 1924, Erich von Stroheim

12-13. Rio Bravo, 1959, Howard Hawkes

12-13. To Be or Not to Be, 1942, Ernst Lubitsch

14. Tokyo Story, 1953, Yasujiro Ozu

15. Contempt, (Le Mépris) 1963, Jean-Luc Godard

16-20. Tales of Ugetsu, 1953, Kenji Mizoguchi

16-20. City Lights, 1931, Charlie Chaplin

16-20. The General, 1927, Buster Keaton

16-20. Nosferatu the Vampire, 1922, Friedrich Wilhelm Murnau

16-20. The Music Room, 1958, Satyajit Ray

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson