Stefán Karl vekur athygli

Stefán Karl Stefánsson.
Stefán Karl Stefánsson. mbl.is/Kristinn

Stefán Karl Stefánsson, leikari, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í barnasöngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem nú er verið að sýna á austurströnd Bandaríkjanna. Hefur Stefán Karl fengið góða dóma gagnrýnenda.

„Ég hef aldrei séð annan eins og þennan náunga," hefur blaðið Boston Globe eftir leikstjóranum Jack O'Brien, sem setti söngleikinn fyrst upp fyrir áratug í San Diego en síðan sló Trölli í gegn á Broadway. „Svona hæfileikar sjást aðeins einu sinni á mannsaldri."

Blaðið segir, að Stefán Karl sé kallaður hinn íslenski Jim Carrey. Allir sem hafi séð hann í hlutverki Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum um Latabæ taki undir það en augliti til auglitis sé Stefán Karl einskonar sambland af Glanna og ungum Tom Hanks. Íslenski hreimurinn sé enn merkjanlegur en enskan batni stöðugt.

Stefán Karl er búsettur í San Diego í Kalíforníu ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni, og   börnum þeirra. Hann fékk atvinnuleyfi í Bandaríkjunum í sumar og hlutverkið í söngleiknum kjölfarið. 

Blaðið hefur eftir Matt August, leikstjóra sýningarinnar, að Stefán Karl sé úrræðagóður leikari sem geti sungið alla tóna frá þeim dýpstu til þeirra hæstu. Slíkt raddsvið sé sjaldgæft hjá karlleikurunum og enn færri beiti því jafn vel.

August segir að hæfileikar Stefáns Karls geri það að verkum að hann sé kjörinn í hlutverkið. Hann hafi til að bera tilfinningalega dýpt, líkamsburði sem atvinnutrúðar myndu öfunda hann af og loks sé hann eins og mannlegur hljóðgervill og geti framleitt ótrúlegustu hljóð með röddinni.

Stefán Karl segir, að ekki sé afráðið hvað hann tekur sér fyrir hendur þegar sýningum á Trölla lýkur eftir jól. Hann hafi heyrt að verið sé að undirbúa kvikmynd um Latabæ og hann segist myndu íhuga að leika Glanna ef honum fellur við handritið. Hann vilji vinna í sjónvarpi, á Broadway og í kvikmyndum.  

Umfjöllun Boston Globe

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson