Danska arkitektsins Jørn Utzon minnst

Óperuhúsið í Sydney.
Óperuhúsið í Sydney. Gaye Gerard

Ástralar minnast í dag danska arkitektsins Jørn Utzon,  sem hannaði Óperuhúsið í Sydney, með því að dempa lýsinguna á óperuna og flagga í hálfa stöng við höfnina. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken í dag. 

Jørn Utzon lést níræður að aldri aðfaranótt laugardags og var banamein hans hjartaáfall.

Utzon öðlaðist frægð fyrir hönnun sína á óperuhúsinu í Sydney, sem í fyrra komst á  heimsminjaskrá Unesco þar sem byggingin þótti „meistaraverk sem táknaði snilldina í sköpunargáfu mannsins.“ Auk óperuhússins hannaði hann þekktar byggingar á borð við Kingohúsin við Helsingør, kirkjuna í Bagsværd og Fredensborgarhúsin.

Utzon vann keppni um hönnun óperuhússins óvænt árið 1957. Hann sagði sig frá verkinu árið 1966, sex árum áður en það var opnað, vegna deilna við aðstandendur byggingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant