Margar velja netið frekar en kynlíf

Nær ein af hverjum tveimur konum vill frekar vera án kynlífs í tvær vikur en vera án aðgangs að netinu, samkvæmt könnun sem birt var í dag.

Um 46% kvenna sem tóku þátt í könnuninni sögðust frekar vilja vera án kynlífs en aðeins um 30% karla tóku netið fram yfir kynlíf. Alls tóku 2.119 manns þátt í könnuninni sem netrannsóknafyrirtækið Harris Interactive gerði fyrir Intel, stærsta örgjörvaframleiðanda heims.

Um 95% aðspurðra sögðu að það væri „mjög mikilvægt, mikilvægt eða nokkuð mikilvægt“ að hafa aðgang að netinu.

65% sögðu mikilvægara að nota peninga í netaðgang en í sjónvarpsáskriftir (39% töldu þær mikilvægari), borða úti (20% töldu það mikilvægara), fatakaup (18%) eða árskort í líkamsræktarstöð (10%).

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson