Jackson sagður hraustur

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is

Fjölmiðlafulltrúi Michael Jackson hefur vísað á bug staðhæfingum um að hann sé alvarlega lungnaveikur og þurfi á lungnaígræðslu að halda. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Fjölmiðlafulltrúinn Dr Tohme Tohme segir staðhæfingar blaðamannsins Ian Halperin ómerkilegt áróðursbragð til að vekja athygli á ævisögu Jacksons sem hann hefur skrifað í óþökk hans. 

„Herra Jackson er við góða heilsu og er að ganga frá samningaviðræðum við stóran útgefanda og sjónvarpsstöð um tónleikaferðalag og gerð sjónvarpsefnis.” segir í yfirlýsinu Thome. 

Halperin hélt því nýlega fram í viðtali í blaðinu Sunday Expressað Jackson þjáðist af magablæðingum, gæti varla talað og hefði misst 95% sjónar sinnar á vinstra auga. Jackson baðst nýleg undan því að mæta fyrir rétt í Bretlandi og bar við heilsuleysi.

Dómari hafnaði beiðni hans eftir að læknir úrskurðaði að hann væri nógu hraustur til að ferðast frá bandaríkjunum til Bretlands. Sátt náðist í málinu áður en Jackson átti að mæta fyrir réttinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant