Laura Bush á bók

Bandarísku forsetahjónin, Laura og George ásamt hundinum Barney
Bandarísku forsetahjónin, Laura og George ásamt hundinum Barney Reuters

Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur samþykkt að gefa út ævisögu sína þar sem áherslan verður lögð á stórviðburði í einkalífinu og sögulega viðburði, meðal annars árin átta í Hvíta húsinu. Útgáfufyrirtækið Scribner greindi frá þessu í dag en stefnt er að útgáfu bókarinnar á næsta ári. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikið Laura Bush fær greitt fyrir bókina.

Segja forsvarsmenn bókaútgáfunnar að almenningur í Bandaríkjunum hafi mikinn áhuga á forsetafrúnni og þá ekki síst fyrir það hversu lítið hún hefur gefið upp um sjálfa sig. Svo virðist sem bókaútgefendur hafi mun meiri áhuga á að gefa út bók um Lauru heldur en eiginmanninn, George W. Bush. Er talið að útgáfan greiði hið minnsta 8 milljónir dala fyrir útgáfuréttinn á æviminningum kennarans fyrrverandi sem sögð er vera ástríðufull bókmenntamanneskja. Hafa bækur um fyrrverandi forsetafrúr selst betur heldur en bækur um fyrrverandi forseta og á það einnig við um tengdaforeldra Lauru, þau Barböru Bush og George Bush eldri. Á síðasta ári sagði Bush að hann hefði áhuga á að gefa út æviminningar sínar en þá báðu bókaútgefendur hann um að bíða með útgáfuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson