Kveðja jólin á þrettánda

Frá áramótabrennu.
Frá áramótabrennu. mbl.is/Kristinn.

Jólin verða kvödd víða um land í dag á þrettándanum með brennu, flugeldasýningu og álfadansi.

Þrettándagleði í Grafarholti hefst með blysför frá Ingunnarskóla að Reynisvatni klukkan 19 og kveikt verður í brennu við Reynisvatn klukkan 19:30.

Þrettándahátíð Vesturbæjar hefst klukkan 17:15 við Melaskóla. Þar verða m.a. álfadrottning og álfakóngur. Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar hefst með blysför frá bæjartorginu kl. 20 og kveikt verður í brennunni um kl. 20.30 við hesthúsahverfið við Leirvog. Boðið verður upp á flugeldasýningu.

Jólin verða kvödd með álfadansi og söng á hátíð að Ásvöllum í Hafnarfirði. Dagskráin hefst kl. 18.30 og heyrst hefur að álfar, púkar og jólasveinar verði á svæðinu og taki þátt í gleðinni. Dagskránni lýkur kl. 19.30 með flugeldasýningu.

Hinn árlegi þrettándafagnaður á vegum foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness verður haldinn með hefðbundnum hætti og hefst kl 17.00. Safnast verður saman við aðalanddyri Mýrarhúsaskóla.

Síðustu ár hafa um fimm þúsund manns tekið þátt í Þrettándagleði í Grafarvogi sem stofnanir og félagasamtök í hverfinu standa að. Þrettándagleðin í Grafarvoginum hefst með sölu á kyndlum og heitu kakói í hlöðunni við gamla Gufunesbæinn (ÍTR) kl. 17. Blysför með álfadrottningu og álfakóngi í broddi fylkingar hefst kl. 17:30. Gengið verður að brennusvæðinu ofan við Gufunesbæinn. Jólasveinar, álfar, tröll og fleiri kynjaverur ásamt Grýlu mæta á svæðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant