Andhetja Dylans látin

Bob Dylan
Bob Dylan AP

William nokkur Zantzinger sem Bob Dylan gerði ódauðlegan í laginu „The Lonesome Death of Hattie Carroll“ er látinn 69 ára að aldri. Textinn við lagið sem kom út á plötunni The Times They Are a-Changing (1964) er byggður á frægu fréttamáli í upphafi sjöunda áratugarins sem sagði frá dauða svartrar þjónustukonu sem lést í kjölfarið á því að Zantzinger sló hana með leikfangastaf þar sem hún þjónaði í heldri manna veislu hvítra í Baltimore.

Ástæðan mun hafa verið sú að Hattie, sem var 51 árs gömul og ellefu barna móðir, var of sein að færa Zantzinger nýjan drykk. Eftir að hafa slegið Hattie með stafnum sneri Zantzinger – sem var verulega drukkinn þetta kvöld – sér að eiginkonu sinni, sló hana í gólfið og kastaði svo í hana skó. Þrátt fyrir að læknar úrskurðuðu að höggið hefði ekki orðið til þess að Hattie lést munu svívirðingar Zantzingers í hennar garð og annars þeldökks þjónustufólks hafa valdið henni slíku áfalli að hún fékk heilablóðfall og lést nokkrum klukkutímum síðar.

Zantzinger var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og sat í fangelsi í sex mánuði.

Texti Dylans var um leið túlkaður sem táknmynd fyrir það kynþáttahatur og þá mismunun sem svartir bjuggu við í Bandaríkjunum og ljóst má vera að sagan af Hattie Carroll er ekki sú versta. Zantzinger var eins og við var að búast ósáttur við lag Dylans og í ævisögu Dylans eftir Howard Sounes frá 2001 kallar hann Dylan ómerking sem hann hefði átt að kæra. Og að lagið sé ekkert annað en lygi. hoskuldur@mbl.is

The Lonesome Death of Hattie Carroll

Fyrsta erindið í laginu er eftirfarandi:

William Zanzinger killed poor Hattie Carroll

With a cane that he twirled around his diamond ring finger

At a Baltimore hotel society gath'rin'.

And the cops were called in and his weapon took from him

As they rode him in custody down to the station

And booked William Zanzinger for first-degree murder.

But you who philosophize disgrace and criticize all fears,

Take the rag away from your face.

Now ain't the time for your tears.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason