„Hundar geta ekki notað smokka“

Pamela Anderson er mikill dýravinur.
Pamela Anderson er mikill dýravinur. Reuters

Bandaríska leikkonan Pamela Anderson segir að það eigi að vana flækingshunda í Mumbai á Indlandi í stað þess að drepa þá. Anderson, sem er mikill dýravinur, lét skoðanir sínar í ljós í bréfi sem hún sendi borgaryfirvöldum.

„Hundar geta ekki notað smokka en {...} það er hægt að taka þá sársaukalaust úr sambandi,“ segir hún í bréfinu.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að Anderson hafi nýverið komist að því hvernig farið sé með flækingshunda í borginni, en yfirréttur í Mumbai úrskurðaði að það eigi að drepa flækingshunda þar sem þeir séu borgarbúum til ama.

„Ég varð mjög áhyggjufull PETA-samtökin upplýstu mig um það að flækingshundar í Mumbai eru oft hirtir upp af götunni og drepnir á grimmilegan máta ,“ segir Anderson.

„Það hefur verið staðfest að það að drepa flækingshunda er ekki varanleg lausn á því að koma í veg fyrir fjölgun þeirra,“ segir ennfremur í bréfi leikkonunnar til yfirvalda í Mumbai.

Hún vísaði m.a. til rannsókna Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Dýraverndunarsamtaka á Indlandi sem greina frá því að það hafi reynst best að gelda hundana, þ.e. til að draga úr ónæði og óheilbrigði. Auk þess væri það mun mannúðlegra að gelda hundana í stað þess að drepa þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson