Tommi og Jenni á hvíta tjaldið

Tommi og Jenni.
Tommi og Jenni.

Grallaraspóarnir og teiknimyndafígúrurnar vinsælu Tommi og Jenni munu brátt snúa aftur á hvíta tjaldið í leikinni teiknimynd. Íslendingar þekkja ævintýri þeirra félaga vel, en þeir voru sýndir í íslensku sjónvarpi um árabil. Fyrstu teiknimyndirnar um þá félaga voru gerðar á fimmta áratug síðustu aldar.

Tommi og Jenni munu fylgja í fótspor Scooby-Doo, sem kemur einnig úr smiðju Hanna-Barbera, en leikin bíómynd var gerð um hundinn árið 2002. Í myndinni léku lifandi leikarar á móti tölvuteiknuðum Scooby-Doo.

Myndin og framhald hennar frá árinu 2004, Monsters Unleashed, þénuðu um 460 milljónir dala í kvikmyndahúsum á heimsvísu.

Kvikmyndatímaritið Variety segir að nýja myndin um köttinn Tomma og músina Jenna muni fjalla um það hvernig þeir kynntust og af hverju þeir urðu óvinir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant