Furðar sig á vinsældum sínum hjá hinu kyninu

Heather Mills.
Heather Mills.

Fyrrverandi eiginkona Pauls McCartneys, Heather Mills, segist margoft fá boð um stefnumót og að það komi sér og vinum sínum óskaplega mikið á óvart hversu mikillar athygli hún njóti á meðal hins kynsins.

„Ég á svo margar fallegar vinkonur sem eiga í mestu vandræðum með að næla sér í kærasta. Þegar ég fer út á lífið þyrpast karlmenn í kringum mig með boð um stefnumót. Vinkonur mínar eru ávallt jafn hlessa og furða sig á þessu, en ég tel að ástæðuna sé að finna í því hversu örugg ég er með sjálfa mig.“ Mills, sem hefur verið orðið við hinn 36 ára líkamsræktarþjálfara Jamie Walker, fjárfesti á dögunum í 2,5 milljóna punda íbúð í London. Að sögn kunningja hennar fékk hún íbúðina á spottprís því ásett verð var fjórar milljónir punda.

Heather keypti íbúðina með öllu innbúinu svo hún þarf einungis að flytja fötin sín og matinn í ísskápnum. Heather á fyrir fjögurra milljóna punda íbúð í New York og tvö heimili í East Sussex, strandhús og sveitabæ nálægt fyrrverandi eiginmanni sínum í Peasmarsh.

Við skilnað hennar og McCartneys fékk Mills um 24 milljónir punda í sinn hlut svo hún er ekki á flæðiskeri stödd eins og sagt er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson