Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull

Það jafnast fátt á við íslenskar lopapeysur.
Það jafnast fátt á við íslenskar lopapeysur. mbl.is/Jim Smart

Tuttugu feta gámur fullur af íslenskum ullarflíkum er væntanlegur til Hull í Bretlandi nk. fimmtudag, en þær eiga að hlýja breskum ellilífeyrisþegum. Heimir Karlsson, dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni, segir að íslenskir feðgar, sem eru búsettir í Bretlandi, hafi verið kveikjan að söfnun sem fór af stað hér á Íslandi til aðstoðar eldri borgurunum.

Heimir segir að þetta hafi allt byrjað með því að feðgarnir, þeir Njáll Harðarson og Gísli Njálsson, sem eru búsettir í Manchester, hafi skrifað þættinum bréf fyrir um hálfum mánuði. Í bréfinu kom fram að fjölmargir breskir ellilífeyrisþegar deyi árlega úr kulda, beint eða óbeint. T.d hafi um 25.000 eldri borgarar dáið úr kulda frá því í desember 2007 fram til mars 2008.

„Þeir voru með þá hugmynd hvort það væri ekki sniðugt hvort Íslendingar tækju sig ekki upp, og sýndu hvaða mann þeir hafa nú að geyma, og söfnuðu saman ullarflíkum. Ullarpeysum, sokkum, húfum, treflum, vettlingum og teppum. Skilyrði að þær væru úr íslenskri ull,“ segir Heimir.

Bylgjan kom að því að skipuleggja söfnunina, sem gekk vonum framar að sögn Heimis. Þá lögðu Samskip, Landflutningar, Jónar Transport, Plastprent og Prentsmiðjan Oddi  hönd á plóg. Þetta var allt unnið í samvinnu við samtök ellilífeyrisþega í Bretlandi.

Gámurinn verður afhentur bresku góðgerðarsamtökum Age Concern, sem starfa um allt Bretland, nk. fimmtudag kl. 11.

Heimir segir að söfnunin hafi vakið mikla athygli í Bretlandi. Hann hafi nú þegar rætt við fjölmargar útvarpsstöðvar þar í landi frá því á fimmtudag. „Svo er ég búinn að vera í einum fjórum sjónvarpsviðtölum yfir gervihnött. Og núna síðast í þættinum Daily Politics á BBC 2,“ segir Heimir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant