Kuldaskræfur í Washington

Obama hefur átt annríkt við að taka á móti fólki …
Obama hefur átt annríkt við að taka á móti fólki í Hvíta húsinu. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, notaði tækifærið þegar hann hitti forstjóra nokkurra stórfyrirtækja á fundi í vikunni, til að stríða Washingtonbúum. Sagði hann forstjórunum að dætur hans hefðu fengið frí í skólanum vegna þess að það hefði snjóað pínulítið. Það hefði aldrei gerst í mínum heimabæ, sagði forsetinn.

Obama tók m.a. á móti forstjórum Google, Kodak og Xerox í Hvíta húsinu og vildi ræða við þá um efnahagsvandann. En áður en þær viðræður hófust vildi forsetinn fá að ræða um mál, sem ekki tengdist efnahag.  

„Skólanum sem stelpurnar mínar ganga í, var lokað í morgun. Hvers vegna? Vegna þess að það snóaði smávegis," sagði Obama.

„Eins og börnin mín sögðu, þá er skólunum í Chicago aldrei lokað. Aldrei," bætti hann við og gestirnir hlógu. 

„Ég neyðist víst til að fræða þennan bæ aðeins um Chicago-kraftinn. Mér sýnist til dæmis, að íbúarnir í Washington séu ekki færir um að höndla smá vetrarveður."

Á vetrum er jafnan öllu kaldara í Chicago en Washington.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson