Ridley Scott hyggst endurgera A-Team

Félagarnir í A-Team voru með allt sitt á tæru.
Félagarnir í A-Team voru með allt sitt á tæru.

Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur samþykkt að framleiða endurgerð A-Team, sem byggir á vinsælum sjónvarpsþáttum frá níunda áratugnum. Þetta kemur fram í kvikmyndatímaritinu Variety.

Söguþráður myndarinnar, sem verður frumsýnd á næsta ári, verður uppfærður til dagsins í dag, en í þáttunum börðust söguhetjurnar í Víetnamstríðinu. Í þetta sinn voru Mið-Austurlönd þeirra vígvöllur.

Fram kemur í Variety að Joe Carnahan muni leikstýra myndinni. Hann vonist til að búa til skemmtilega kvikmynd sem endurspegli raunveruleikann.

Í gömlu þáttunum lék George Peppard Hannibal og Mr. T lék BA Baracus. Auk þeirra lék Dirk Benedict Face hinn andlitsfríða og Dwight Schultz var Murdoch. Þeir voru málaliðar sem voru sakaðir um glæp sem þeir frömdu ekki.

Orðrómur hefur verið um að Bruce Willis og Ice Cube muni leika í myndinni. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.

Ridley Scott.
Ridley Scott. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson