Vonarljós inn í ástandið

Á einni vetrarhátíðinni var ljósagjörningur á Alþingishúsinu
Á einni vetrarhátíðinni var ljósagjörningur á Alþingishúsinu mbl.is/ÞÖK

Fjöldi viðburða verður á Vetrarhátíð á föstudagskvöld og laugardag um næstu helgi, en þá er einnig Safnanótt sem hefur notið mikilla vinsælda í menningarlífi borgarinnar. Á dagskrá eru á annað hundrað viðburða, víða um borgina. Grjótaþorpið, elsti hluti Reykjavíkur, verður þó fyrir miðju. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri setur hátíðina í Fógetagarðinum við Aðalstræti við upphaf Safnanætur klukkan 19.00 á föstudag.

Á því svæði byrjaði borgin að mótast og stefnt er að því að með aðstoð lýsingar, hljóða, kvikmynda og leiklistar þokist Grjótaþorp aftur til 19. aldar eina kvöldstund.

„Við hyggjumst lýsa upp garðana hérna og fá einskonar vonarljós inn í ástandið í samfélaginu,“ segir Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður, sem býr í Grjótaþorpi og er í stjórn íbúasamtakanna. Hann segir að fjöllistahópurinn Norðanbál komi þar að verki og aðstoði við að kveikja anda fortíðar. „Hér skýtur upp kollinum fólk úr fortíð, í gömlum búningum. Gamli brunnurinn, þar sem allar sögurnar spruttu fram og bárust um bæinn, er hér við Aðalstræti, og vatnsberinn mætir á staðinn. Vaktmaðurinn mætir líka með luktina sína.

Fólk verður leitt inn í þorpið frá gamla kirkjugarðinum, sem er gegnt Herkastalnum. Síðan getur hver og einn rölt um og upplifað stemninguna.“

Allt um vetrarhátíðina

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson