Tarantino elskar Latabæ!

Magnús Scheving í hlutverki íþróttaálfsins Sportakusar.
Magnús Scheving í hlutverki íþróttaálfsins Sportakusar. Reuters

Tarantino elskar Latabæ! Þetta er fyrirsögnin á löngu viðtali, sem birtist við Magnús Scheving í breska götusölublaðinu News of the World um helgina. Blaðið sérhæfir sig í æsifréttum en viðtalið við Magnús er ekki af því taginu. Þar kemur m.a. fram að Magnús er að undirbúa að opna veitingahúsakeðju undir merkjum Latabæjar þar sem fjölskyldur geta snætt hollan mat. 

Magnús er spurður í viðtalinu hvort það sé rétt, að bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino sé aðdáandi Latabæjar og hafi heimsótt upptökuverið þar sem þættirnir eru teknir upp. Magnús segir, að Tarantino elski kung-fu kvikmyndir og hafi orðið óður og uppvægur þegar hann frétti, að verið væri að framleiða barnaþætti þar sem notaðar væru æfingar ættaðar úr þeirri sjálfsvarnarlist.  „Það var frábært að hitta hann," segir Magnús. „Quenten, þú ert með símanúmerið mitt."

Verið er að setja upp leiksýningu byggða á Latabæ, í Edinborg. 

Viðtalið við Magnús Scheving

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant