Michael Jackson áformar tugi tónleika í Lundúnum

Michael Jackson.
Michael Jackson. Reuters

Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson á í viðræðum við breska tónleikahaldara um að halda allt að 30 tónleika í Lundúnum síðar á þessu ári. Jackson hefur ekki komið fram á tónleikum frá árinu 2005 þegar hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn börnum.

Að sögn heimildarmanns, sem þekkir til málsins, er O2 íþróttahöllin að keppa við hótel í Las Vegas um tónleika Jacksons, sem hugsanlega munu færa poppstjörnunni 150 milljónir punda, jafnvirði rúmra 24 milljarða króna, í aðra hönd. 

„Þetta yrði stórfenglegasta endurkoma í sögu poppsins og það yrði ekkert vandamál að fylla O2 kvöld eftir kvöld," hefur blaðið Daily Mail eftir ónafngreindum heimildarmanni. „Það er enginn að velta fyrir sér orðstír hans og fólkt telur sig ekki vera að taka áhættu. Tónleikarahaldarar og eru vissir um að fólk muni koma víðsvegar að úr heiminum á tónleikana."

Jackson hefur átt við fjárhagserfiðleika að etja og á síðasta ári höfðaði sonur konungs Barein mál á hendur honum vegna ógreiddrar skuldar. Sættir tókust í málinu en ekki hefur verið upplýst hve mikið Jackson þurfti að greiða. 

Jackson er sagður vera að vinna að nýrri plötu en engin staðfesting hefur fengist á slíku.

Platan Thriller, sem  kom út árið 1982, er enn sú plata sem selst hefur mest í heiminum en áætlað er að yfir 750 milljónir eintaka hafi selst.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson