Lét annan farþega fá það óþvegið

Amy Winehouse, úr vaxi, með föður sínum Mitch Winehouse
Amy Winehouse, úr vaxi, með föður sínum Mitch Winehouse Reuters

Breska söngkonan Amy Winehouse hafði ekki fyrr lokið tveggja mánaða vetrarleyfi sínu í Karíbahafinu en hún var aftur komin í fréttirnar fyrir leiðindi og yfirgang. Í fluginu frá eynni St.Lucia, þar sem hún hefur dvalið, og að sögn bætt á sig fáeinum pundum, lét hún farþega nokkurn fá það óþvegið vegna þess að hún taldi hann hafa „horft furðulega“ á sig.

Winehouse var komin með gamalkunnuga heysátugreiðslu og svarta augnumgjörð við komuna til London, og var að sögn sjónarvotta illa fyrir kölluð er hún gekk út úr flugvélinni.

Winehouse ákvað að drífa sig heim eftir að hafa frétt að eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, væri laus úr fangelsi. Hann var dæmdur í 27 mánaða betrunarvist fyrir alvarlega líkamsárás og fyrir að hindra framgang laganna. Sagt er að hann hafi hafnað boði lögmanna Winehouse um 100.000 punda eingreiðslu ef hann féllist á skilnað.

Winehouse hyggst flytja á næstunni frá Camden í London til Barnet, í útjaðri borgarinnar, til að vera nærri móður sinni sem á í baráttu við eiturlyfjafíkn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant