Klassi yfir London Reykjavík

Kristinn Bjarnason, til hægri, ásamt Birgi Fannari Snæland.
Kristinn Bjarnason, til hægri, ásamt Birgi Fannari Snæland. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er skemmtistaður sem er í raun næturklúbbur þar sem áherslan verður á danstónlist af öllum stærðum og gerðum,“ segir Kristinn Bjarnason um nýjan skemmtistað, London Reykjavík, sem opnaður verður annað kvöld. Staðurinn er til húsa við Tryggvagötuna, þar sem Gaukurinn var áður, og er því fyrir neðan Sódómu Reykjavík.

„Við verðum með 80's og 90's kvöld, Ibiza kvöld og svo framvegis. Þannig að það verða alls konar skemmtanir í gangi,“ útskýrir Kristinn. „Það verður líka 22 ára aldurstakmark, snyrtilegur klæðnaður, strangt tekið á hlutum eins og slagsmálum og þeir sem verða til vandræða verða settir á svartan lista. Það hefur vantað í Reykjavík, að strangt sé tekið á svona hlutum. Þannig að það verður klassi yfir þessum stað.“

Kristinn segir um frekar stóran stað að ræða. „Þetta er öll neðri hæð gamla Gauksins, og líka kjallarinn. Það er gengið inn að norðanverðu, við hliðina á Glaumbar, og niður í kjallara. Það er svolítið skemmtilegt að koma þar inn. Það er líka ansi skemmtilegur foss hérna inni á staðnum, rennandi vatn og svona,“ segir Kristinn og bætir því við að mikið sé lagt upp úr góðu hljóðkerfi á staðnum.

„Það verður opið á föstudögum og laugardögum, en svo verðum við með einhverja viðburði á virkum dögum líka. Þessi staður verður í léttari kantinum, það verður létt stemning hérna. Svo verða óvæntir atburðir öll kvöld, sem ég get samt ekki sagt meira um alveg strax.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson