Jessica aftur í poppið

Jessica Simpson.
Jessica Simpson. AP

Tónlistarkonunni Jessicu Simpson hefur verið sagt upp af plötuútgáfufyrirtæki sínu, Sony Nashville.

Stuttum ferli Simpson sem kántrísöngkonu er þar með kannski lokið.

Fjölmiðlafulltrúi Simpson segir að samningur hennar við fyrirtækið hafi aðeins verið tímabundinn og nú ætli hún að einbeita sér að poppinu.

„Hún var lánuð til Sony Nashville fyrir kántríplötuna. Hún er og hefur alltaf verið hjá Epic og verður þar áfram.“

Kántríferill Simpson var nokkuð bugðóttur, heitum kántríaðdáendum féll ekki í geð poppara-fortíð hennar og platan Do You Know fékk ekki góða dóma. Hún varð þó söluhæsta kántríplatan um tíma í Bandaríkjunum og seldist í yfir 100.000 eintökum. Púað var á Simpson á fyrstu kántrítónleikum hennar í júlí og litið var framhjá henni á verðlaunahátíðinni Country Music Association Awards í nóvember. Ekki bætti svo úr skák að tónlistarferill Simpson féll í skuggann af umfjöllun slúðurmiðla um holdafar hennar, en hún þótti orðin heldur bústin.

„Ég er kántrí-stelpa. Ég ólst upp í Texas og kántrítónlist var það sem ég hlustaði á. Ég held að það sé mikill styrkur í kvenkyns kántrílistamönnum,“ sagði Simpson um það leyti sem hún sendi frá sér plötuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson