Vinsælli en Obama

Susan Boyle syngur fyrir dómarana.
Susan Boyle syngur fyrir dómarana.

Susan Boyle, hin hægláta piparjúnka sem sló í gegn í hæfileikaþættinum Britain's Got Talent, hefur slegið öll met á netinu, en fyrir hálfum sólarhring síðan höfðu hvorki meira né minna en ríflega 66 milljónir manna skoðað myndband hennar á You Tube og öðrum síðum.

Til samanburðar hafa 18,5 milljónir manna fylgst með sigurræðu Obamas á You Tube en á móti kemur að henni var vitaskuld sjónvarpað miklu víðar en þáttur Boyle og með mun meira áhorfi.

Hún hefur engu að síður slegið forsetanum ref fyrir rass á innan við viku því að á You Tube-síðunni einni saman hafa 30 milljónir manna skoðað sigursöng hennar, að því gefnu að hver skoði aðeins einu sinni sem er vitaskuld ónákvæmt.

Annar samanburður er að eftirhermuleikur Tina Fey á Söruh Palin hefur verið skoðaður 34,2 milljón sinnum á sömu síðu, tala sem Boyle mun að líkindum fara fram úr á næstu klukkustundum.

Takist Boyle að koma út plötu á allra næstu vikum ætti hún að eiga fyrir saltinu í grautinn það sem eftir lifir ævinnar og gott betur.

Þá ætti að seljast vel inn á tónleika hennar.

Hver veit nema stjarna sé fædd til frambúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson