Poppgoð í kreppu

Elton John í vinnunni
Elton John í vinnunni Reuters

Helstu popptónlistarmenn Breta hafa farið illa út úr kreppunni ef marka má lista sem vefsíða Sunday Times birtir að hluta á morgun. Auðæfi Elton John hafa skroppið saman um 26% frá því á síðasta ári eða úr rúmum 45 milljörðum íslenskra króna í rúma 29 milljarða.

Auðæfi fyrrum bítilsins Paul McCartneys hafa skroppið saman um rúma 11 milljarða á liðnum 12 mánuðum vegna lækkandi fasteigna- og hlutabréfaverðs.

Robbie Williams hefur einnig orðið illa úti skv. Sunday Times en hann hefur tapað tæpum fimm milljörðum og á nú rúma 15 milljarða punda. Þá hafa eignir Tom Jones skroppið saman um 24% og eignir Cliff Richards um fimmtung.

Aðdáendur Beckham-hjónanna geta hinsvegar glaðst með goðum sínum þar sem auður þeirra hefur haldist nokkuð stöðugur í tæpum 24 milljörðum króna. Listinn verður birtur í heild sinni á sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson