Lokaæfing fyrir undanúrslitin

Jóhanna Guðrún á æfingu í Moskvu.
Jóhanna Guðrún á æfingu í Moskvu. mynd/EBU

Lokaæfingin fyrir fyrri undanúrslit Eurovison söngvakeppninnar fór fram í dag. Að sögn vefjarins Esctoday.com, sem sérhæfir sig í Eurovision-fréttum, fengu Íslendingar, Svíar, Armenar, Tyrkir og Bosníumenn bestar viðtökur áhorfenda í salnum.

Á opinberum vef keppninnar segir, að margir áhorfendur í salnum hafi staðið upp og fagnað eftir að Jóhanna Guðrún hafði sungið. 

Fyrri undanúrslitin fara fram á morgun og þá mun Jóhanna Guðrún flytja lagið Is it True? fyrir hönd Íslands. Sýnt verður beint frá keppninni í Sjónvarpinu.

Esctoday segir, að æfingin í dag hafi gengið þokkalega en þó hafi ýmsir tæknilegir örðugleikar gert vart við sig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant