Vill ekki sjá flíspeysur og grámyglu á Alþingi

Karl Berndsen, stílisti og umsjónarmaður Nýs útlits
Karl Berndsen, stílisti og umsjónarmaður Nýs útlits mbl.is

„Ég vona að það fylgi því ekki flís- og lopapeysur, en ég er mjög hræddur um það,“ segir Karl Berndsen, stílisti og umsjónarmaður Nýs útlits, um nýlegt afnám bindisskyldu alþingismanna.

„Mér finnst að fólk sem sækist eftir þessu starfi verði að bera virðingu fyrir hlutverki sínu og halda í gamlar hefðir. Þetta snýst ekki um persónu þeirra eingöngu, heldur er það búið að taka að sér opinbera stöðu sem verður að sýna virðingu.“

137. löggjafarþing þjóðarinnar var sett 14. maí og nú velta eflaust margir þingmenn fyrir sér hvernig best sé að klæða sig á þessu vorþingi.

„Í staðinn fyrir bindi er hægt að vera í bol innan undir skyrtunni svo það sjáist í hálsmálið. Það er að koma sumar og þá er allt í lagi að sleppa grámyglunni og klæða sig í litaðar skyrtur og vera í bol í öðrum lit innan undir. Svo má alveg sjást meira af litskrúðugum bindum.“

„Konurnar á þingi mega ekki gleyma að halda í kvenleikann, þær eiga það nefnilega til þegar þær eru komnar í svona stöðu að fara að klæða sig niður til að falla inn í karlahópinn. Þær mega vera eins litskrúðugar og áberandi og mögulegt er, hafa þetta svolítið bjart og bjútifúl,“ segir Karl kankvís og bætir við að karlkyns þingmenn þurfi ekki að vera karlalegir til að halda í virðuleikann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant