Frá Queen til Gunna Þórðar

Stefán Þorleifsson.
Stefán Þorleifsson.

„Þetta byrjaði allt í einhverri vitleysu fyrir rúmu ári síðan þegar við ákváðum að syngja tónlist Queen. Það gerðum við í tvígang við góðar undirtektir, og í kjölfarið fór ég að hugsa hvað við gætum tekið næst,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem mun flytja lög Gunnars Þórðarsonar á tónleikum á Selfossi í kvöld.

Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu Iðu og eru þeir haldnir í samvinnu við hátíðina Vor í Árborg. Dagskráin samanstendur af lögum eftir Gunnar Þórðarson, en hann og Engilbert Jensen munu heiðra tónleikagesti með nærveru sinni og leika með kórnum.

„Gunnar Þórðarson varð fyrir valinu sökum hans snilli og frumleika í lagasmíðum,“ segir Stefán þegar hann er spurður hvernig honum datt þetta í hug. En er þetta ekki stórt stökk, að fara úr Queen yfir í Gunnar Þórðarson? „Það er allavega mjög ólíkt, og það er líka markmiðið með þessum kór. Fyrir áramót sungu krakkarnir til dæmis kirkjutónlist og í haust munu þau syngja nútímatónlist þar sem notast verður við tölvur og aðra tækni. Þannig að við erum alltaf að fást við ólíkan tónlistar-bálk.“

Poppið skemmtilegt

Aðspurður segir Stefán að þessi tónlist hafi ekki verið sungin af kórum áður, og hann hafi því varið drjúgum tíma í útsetningar.

Það er hljómsveitin Karma sem leikur undir, en eins og áður segir munu þeir Gunnar og Engilbert leika undir í nokkrum lögum.

„Engilbert tengist líka einni stúlkunni í kórnum fjölskylduböndum, og þau ætla að syngja dúett. Svo munu fleiri kórfélagar syngja sóló í einstökum lögum,“ útskýrir Stefán, en á meðal laga sem munu hljóma á tónleikunum má nefna „Heyrðu mig góða“, „Lífsgleði“, „Akstur á undarlegum vegi“, „Ástarsæla“ og „Er hann birtist“.

Alls munu 43 krakkar syngja á tónleikunum, en allir eru þeir nemendur skólans, utan eins, sem er fyrrverandi nemandi. En finnst krökkunum ekki skemmtilegast að syngja popp á borð við þetta?

„Jú það er alveg ljóst, enda alveg ástæðulaust að þau syngi það sama og kórar eldri borgara eru að syngja,“ segir Stefán að lokum og hlær.

Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu Iðu í kvöld og hefjast kl. 20. Miðaverð er 2.500 og 2.000 kr. í forsölu. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára í fylgd með fullorðnum. Forsalan er í Bókasafni Árborgar á Selfossi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson