Rokkarar spila fyrir nýjum hljóðfærum

Hljómsveitin Sudden Weather Change
Hljómsveitin Sudden Weather Change

Liðsmenn hljómsveitanna Reykjavík! og Sudden Weather Change lentu í þeirri leiðinlegu lífsreynslu á dögunum að brotist var inn í æfingahúsnæði og nauðsynlegum munum stolið.

Að því tilefni halda sveitirnar tónleika í kvöld þar sem aðdáendum þeirra gefst tækifæri til þess að styðja við bakið á þeim... en einungis ef þeir vilja. Frítt verður inn á tónleikana, sem fara fram á Kaffistofunni við Hverfisgötu, en frjáls framlög verða vel þegin. Þau verða nýtt til þess að niðurgreiða hljóðfærakaup sveitarinnar síðarnefndu er tapaði mestu í þjófnaðinum.

„Það er þjófavarnarkerfi þarna en einhvern veginn tókst þjófinum að fara inn og taka tölvu, gítar og poka fullan af pedulum,“ segir Haukur S. Magnússon, gítarleikari Reykjavíkur! „Það er oftast mikill umgangur þarna og hrein tilviljun að það var enginn á staðnum. Það væri rosalega gott ef þessir þjófar myndu stela frá útrásarvíkingunum í stað þess að herja á tónlistarfólk. Ég hélt að allir vissu að rokksenan á Íslandi er nú ekki sú best stæða.“

Haukur hvetur svo tónlistarfólk til að kaupa ekki þýfi. „Það er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þetta rugl. Með því að kaupa þýfi er maður bara auka líkurnar á því að eigin hljóðfærum verði stolið seinna. Ég hvet þjófinn til þess að hlusta á samvisku sína og skila þýfinu,“ segir Haukur ákveðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson