Springsteen spilaði of lengi

U.S. singer Bruce Springsteen performs with Steven Van Zandt at …
U.S. singer Bruce Springsteen performs with Steven Van Zandt at the Glastonbury Festival 2009 in south west England Reutert

Skipuleggjendur Glastonbury tónlistarhátíðarinnar í Bretlandi þurfa að greiða 3000 pund, jafnvirði  630 þúsund króna, í sekt vegna þess að Bruce Springsteen fór 9 mínútum fram yfir tímamörkin í gærkvöldi en samkvæmt fyrirmælum lögreglu átti tónleikahaldi að ljúka klukkan hálf eitt í nótt. 

En Michael Eavis, eigandi landsins þar sem hátíðin hefur verið haldin nánast árlega frá árinu 1970, sagðist myndu greiða sektina sjálfur vegna þess að hátíðin nú væri sú besta til þessa, þökk sé Springsteen og Neil Young.  

„Ég veit að ég segi þetta alltaf en þessi hlýtur að vera sú besta. Ég er búinn að bíða eftir Neil Young í 39 ár og Bruce Springsteen var frábær - hvílík orka sem hann býr yfir," sagði Eavis á blaðamannafundi. Hann sagðist þegar vera byrjaður að undirbúa næstu hátíð, sem verður 40 ára afmælishátíð.

Springsteen var síðastur á svið í gærkvöldi og lék í 2 stundir og 40 mínútur, 9 mínútum lengur en hann mátti. Talið er að 180 þúsund manns séu á hátíðinni sem lýkur í dag. Meðal þeirra sem koma fram í dag eru Blur,  The Prodigy, Status Quo, Tom Jones og Nick Cave.

Margir gestir hafa klæðst bolum með myndum af Michael Jackson, sem lést á fimmtudag.   

 
Talið er að 180 þúsund manns séu á Glastonbury hátíðinni.
Talið er að 180 þúsund manns séu á Glastonbury hátíðinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson