Brennið þið, vitar! á Dalatanga

Brennið þið, vitar! er myndlistarsýning í fjórum vitum umhverfis landið. Þaðan eru send leiftur í ýmsar áttir, meðal annars hingað á  mbl.is. Í dag beinist ljósið að Unnari Erni, sem sýnir í Dalatangavita á Austfjörðum.

Unnar Örn skoðar þær hefðir og venjur sem mótast hafa í skrásetningu fólks á umhverfi sínu. Hann þræðir stofnanir og söfn og notar innviði þeirra í verk sem draga dám af uppröðun og flokkun raunveruleikans.

Þegar hann setti upp sýninguna „Coup d’;;;;;;;;;Etat” í Suðsuðvestur árið 2007 vann hann í samstarfi við minjasafn Reykjanesbæjar og skeytti saman á eftirminnilegan máta staðbundinni menningararfleifð og táknmyndum nýfrjálshyggjunnar.

Sýning Unnars verður í Dalatangavita, sem er á fáförnum en ægifögrum slóðum út af Mjóafirði á Austfjörðum. Unnar Örn er fæddur árið 1974 og nam myndlist í Reykjavík og Malmö.

Sýningin  er verkefni Listahátíðar í Reykjavík 2009, unnið í samstarfi  við Siglingastofnun Íslands og menningarfulltrúa viðkomandi  sveitarfélaga. Með sýningarstjórn fara Markús Þór Andrésson og Dorothée
Kirch.

Opnunartímar í sumar: 1. júní – 2. ágúst, fimmtudaga – sunnudaga, kl. 14.00-18.00
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson