Fjallabræður í vandræðum

Fjallabræður
Fjallabræður Ljósmynd/ Julia Staples

Liðsmenn rokkaða karlakórsins Fjallabræðra eru í vandræðum. Fyrir skemmstu var kórnum boðið að koma fram á hinu margrómaða G-Festival í Færeyjum og hefur þessi 40 manna hópur selt harðfisk til þess að reyna að fjármagna ferðina. Salan hefur gengið afspyrnuvel en þegar Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri ætlaði að fara að kaupa flugmiða fyrir hópinn kom í ljós að fargjaldið hefur rokið upp úr öllum valdi síðustu vikur. Fjallabræður verða því að horfast í augu við þá staðreynd að nái þeir ekki að safna um tveimur milljónum króna aukalega á næstu tveimur vikum komast þeir ekki til Færeyja til að leika á hátíðinni sem fer fram í lok júlí.

Kórinn gaf færeysku þjóðinni lagið „Minni Færeyja“ á síðasta ári og er orðin þekkt stærð meðal frænda okkar og mikil eftirvænting á báða bóga fyrir komu þeirra. Halldór segir ekki koma til greina að taka Norrænu þar sem liðsmenn þyrftu þá að dvelja í Færeyjum fjarri fjölskyldum sínum í heila viku. En Fjallabræður deyja ekki ráðalausir og eru nú að skoða alla möguleika. Jafnvel að leigja bát til þess að ferja allan hópinn yfir til Færeyja.

Bjartsýnir

„Flugför eru orðin dýrari og þetta eru margir menn. Svo er ekki auðvelt að safna peningum í dag,“ segir Halldór. „Við erum búnir að spila mikið til þess að safna peningum til að komast í þessa ferð. Við verðum að finna aðrar leiðir til þess að gera þetta og erum bjartsýnir. Við erum búnir að selja ég veit ekki hvað mörg kíló af harðfiski sem við mokuðum út um allt land. En þetta er ekki fimm manna hljómsveit. Ef þetta gengur ekki þá bara gengur þetta ekki og við förum síðar. Það er brjálaður áhugi innan hópsins á að fara og ég var næstum því rotaður á æfingu í gær þegar ég neyddist til þess að tilkynna kórnum þessar fréttir. Við erum meira að segja búnir að skoða það að leigja sér bát fyrir okkur. En þá þarf að borga hafnarréttindi og ekki er olían ódýr. Það liggja víst ekki togarar á lausu.“

Halldór segir það góðan sólarhring að sigla á milli en bendir á að hópur ævintýramanna er sigldi á Zodiac-gúmmíbátum frá Vestmannaeyjum til Færeyja hafi aðeins verið 18 tíma. „Það gengur víst ekki að fara með hópinn í jakkafötunum yfir á svoleiðis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant