De Niro fórnarlamb listaverkasvindls

Robert De Niro yngri.
Robert De Niro yngri. Reuters

Allnokkur verk eftir Robert De Niro eldri, föður leikarans og nafna, voru seld án hans leyfis eða aðkomu. Listaverkasali í New York hefur verið kærður fyrir að stela fimm milljónum dala frá ýmsum listaverkaeigendum. Hann var upphaflega handtekinn í mars fyrir að koma á fót umfangsmiklu svindli, sem metið var á 88 milljónir dala og gabbaði meðal annars tennisleikarann John McEnroe og Bank of America.

Lawrence Salander seldi í galleríi sínu, ásamt fleiri listaverkasölum, verk eftir abstrakt expressjónistamálarann De Niro, fransk-ameríska myndhöggvarann Gaston Lachaise og bandaríska myndhöggvarann Elie Nadelman. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Megnið af andvirði sölunnar rann beint í vasa  Salanders. Talið er að meira en ein milljón hafi átt að renna til De Niro vegna viðskiptanna.

Robert De Niro yngri hefur skipulagt sýningar á verkum föður síns um heim allan og á einnig mörg verka hans heima hjá sér.

Hægt er að sjá nokkur verka De Niro eldri á sýningunni frá Unuhúsi til áttunda strætis sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant