Telur sig vera son Jackson

Michael Jackson
Michael Jackson Reuters

Norðmaðurinn Omer Bhatti, sem er 25 ára dansari, er nú sagður hafa farið fram á faðernispróf til að ganga úr skugga um hvort hann sé sonur söngvarans Michael Jackson, sem lést í júní. 

Staðhæft er í norskum og bandarískum fjölmiðlum að Jackson hafi staðfest við vini sína árið 2004 að hann væri faðir Bhatti sem er fæddur árið 1984. Þá vakti það athygli að Bhatti sat með fjölskyldu Jacksons við minningarathöfn um söngvarann.  

Pia, móðir Omers, og Riz, stjúpfaðir hans, hafa bæði unnið fyrir Michael og bjó pilturinn á Neverland búgarði hans í nokkur ár frá árinu 1997. Var hann m.a. staddur þar er húsleit var gerð á búgarðinum vegna ásakana á hendur Jackson um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum árum 2003. 

„Tryggð er það sem skiptir mig mesti máli,” sagði Omer árið 2008. „Ég er í sambandi við Michael og ég tel að tryggð mín við hann sé ástæða þess að við erum enn í sambandi. Hann er ótrúlega góð manneskja.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant