Andstæðingar ESB mótmæla listaverki

Listaverkið umdeilda. Mynd fengin af vef Hlyns Hallsonar.
Listaverkið umdeilda. Mynd fengin af vef Hlyns Hallsonar.

Andstæðingar Evrópusambandsins hafa sent myndlistamanninum Hlyni Hallssyni nafnlaust bréf þar sem þeir viðurkenna að hafa fjarlægt listaverk listamannsins á Akureyri, en því hafði verið komið fyrir á hólma í tjörninni við Drottningarbraut.

„Seint í kvöld kvöld var dyrabjöllunni hringt en þegar ég ætlaði að opna var enginn sjáanlegur. Út úr póstkassanum stóð hinsvegar böggull vafinn inn í álpappír og bréf stílað á mig,“ skrifar Hlynur á bloggsíðu sína í gær, en hann tekur fram að ESB-fáni hafi verið í sendingunni.

Listaverkið, sem nefnist Landnám, er einmitt ESB-fáni. Fáninn hefur tvisvar sinnum verið fjarlægður, en listamaðurinn hefur ávallt komið nýjum fána fyrir. 

„Við erum hinir svokölluðu „listaverkaþjófar“. Okkur finnst sú nafngift reyndar óviðeigandi, þar sem ætlun okkar er allra síst að stela listaverkum. Við erum hópur andstæðinga Evrópusambandsins og okkur líkar ekki þessi pólitíski áróður sem kemur mjög glöggt fram í verki þínu. Þó komum við ekki nálægt fyrri spellvirkjum á því. Raunar litum við aldrei á þetta sem listaverk, heldur hreinan áróður. Þó erum við ekki vissir um raunverulegan tilgang verksins eftir að hafa séð fréttir um þjófnaðinn og viljum því ólmir vita hvað vakir fyrir þér,“ segir m.a. í bréfinu. 

Bloggsíða Hlyns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler