Mynd Dags Kára frumsýnd í Toronto

Dagur Kári
Dagur Kári

Kvikmyndin „The Good Heart“ eftir Dag Kára Pétursson verður heimsfrumsýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni þann 11. september næstkomandi. Myndin verður sýnd í „Special presentation“ flokknum og keppir þar til verðlauna.

Aðrir leikstjórar í flokknum í ár eru meðal annars Coen bræður, spænski leikstjórinn Pedró Almodóvar, þýski leikstjórinn Werner Herzog og danski leikstjórinn Lone Scherfig.
 
Með aðalhlutverk í The Good Heart fara þau Brian Cox (Troy, Bourne Supremacy, Zodiac), Paul Dano (Little Miss Sunshine, There Will Be Blood) og Isild Le Besco (Á tout de suite, Pas douce).
 
Myndin fjallar um hinn geðstirða bareiganda Jacques (Brian Cox) sem hefur fimm sinnum fengið hjartaáfall. Á dvöl sinni á sjúkrahúsi hittir hann Lucas (Paul Dano) sem er heimilislaus ungur maður. Jacques ákveður að taka Lucas undir sinn verndarvæng með það fyrir augum að hann taki við rekstri barsins. Allt gengur að óskum þar til dag einn þegar  hin ölvaða flugfreyja, April, (Isild Le Besco) rambar af tilviljun inn á barinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu frá Zik Zak kvikmyndir en félagið hefur unnið að framleiðslu The Good Heart í 6 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant