Hýra Reykjavík

Hinsegin dagar eru að hefjast
Hinsegin dagar eru að hefjast mbl.is

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, fer fyrir sögugöngu annað kvöld þar sem sögufrægir staðir sem tengjast lífi lesbía og homma í miðborg Reykjavíkur verða skoðaðir. Hefst gangan á Ingólfstorgi kl. 20:00.

Fjallað verður um menningu og líf einstakra samkynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar. Næturlífi, pólitík, bókmenntum og tónlist sem tengjast samkynhneigðum í borginni verða gerð skil og rifjaðir upp sögufrægir atburðir í lífi þeirra, að því er segir í tilkynningu.

Menning lesbía og homma í Reykjavík hefur til skamms tíma verið flestum hulin, en fjölda markverðra staða er að finna í miðborginni sem tengjast lífi þeirra. Markmið gönguferðanna er að svipta hulunni af þessum merkilega menningarkima borgarinnar.

Fyrirmyndin af göngunni er sótt til stórborga erlendis þar sem víða er boðið upp á slíka leiðsögn. Þetta er þriðja árið sem boðið er upp á sögugöngu á Hinsegin dögum og hafa göngurnar verið vel sóttar, samkvæmt tilkynningu.

Baldur Þórhallsson
Baldur Þórhallsson mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson