Stærsta gangan til þessa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að þátttakendur í Gleðigöngunni í ár …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að þátttakendur í Gleðigöngunni í ár séu ekki færri en í fyrra. Það þýðir að a.m.k. 70-80 þúsund manns hafi tekið þátt.

„Þetta er stærsta gangan til þessa hvað varðar fjölda skipulagðra atriða, en þau eru alls 35 talsins. Það segir manni að Reykvíkingar hafa ekki gefist upp á Hinsegin dögum og Hinsegin dagar hafa heldur ekki gefist upp á Reykjavík þó þeir séu nú haldnir í ellefta sinn,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga þegar blaðamaður mbl.is náðu tali af honum rétt fyrir klukkan tvö í dag. 

Hann var þá staddur á Hlemmi þaðan sem gangan lagði af stað kl. 14 og sagði nokkur þúsund manns þegar vera mætta.  Alls tóku 70-80 þúsund manns þátt í göngunni í fyrra og segist Heimir verða mjög sáttur ef svipaður fjöldi mæti aftur í ár. Spurður hvort hann óttist að örfáir rigningadropar geti dregið úr aðsókninni svarar Heimir því neitandi og bætir við: „Það er ekkert af veðrinu eins og er. En ef hann fer að rigna þá segjum við bara eins og Helgi Björns: „Mér finnst rigningin góð“ og látum hana ekki setja strik í reikninginn,“ segir Heimir. Bendir hann á að eitt árið þegar gangan fór fram í úrhellis rigningu hafi engu að síður 25 þúsund manns mætt. 

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum fengust þær upplýsingar að gestir Gleðigöngunni í ár hefðu ekki verið færri en í fyrra, sem þýðir að um 70-80 þúsund manns hið minnsta eru í bænum. 

„Hinsegin dagar hafa markað sér sess sem almenna mannréttindahátíð. Þetta byrjaði sem hátíð til að minna á réttindi samkynhneigðra, en öll mannréttindi tengjast og þar af leiðandi er mjög eðlilegt að hátíðin breytist í almenna mannréttindahátíð þar sem við fögnum því að mannréttindi eru virt og minnum jafnframt á að það eru til lönd þar sem þessi réttindi eru ekki til. Lönd þar sem samkynhneigt fólk er tekið af lífi af yfirvöldum ef þau komast að því að viðkomandi sé samkynhneigður. Þannig að það er mjög ánægjulegt að skulum geta verið hérna öll íslenska fjölskyldan saman á þessum degi og minnt á það hvað við eigum það gott,“  segir Heimir. Bendir hann á að þátttakendur og áhorfendur í göngunni séu allt frá mæðrum með börn á brjósti til elstu amma og afa í bænum.

Að göngunni lokinni verður boðið upp á skemmtiatriði við Arnarhól þar sem meðal annarra Friðrik Ómar, Regína Ósk, Hera Björk, Eurobandið og Páll Óskar munu troða upp. Hefst dagskráin á sviðinu klukkan 15:30. Í kvöld er síðan Dragshow með Creamgirls á Sódómu-Reykjavík og hátíðardansleikir á Nasa, Barbara og Qbar. Þetta er í ellefta sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir á Íslandi. 

Gleðigangan er liður í Hinsegin dögum, sem er fjögurra daga hátíð samkynhneigðra og tileinkuð réttindabaráttu þeirra. Þeir hófust á fimmtudag og lýkur á morgun. 

Boðið er upp á fjölbreytt skemmtiatriðið að Gleðigöngu lokinni á …
Boðið er upp á fjölbreytt skemmtiatriðið að Gleðigöngu lokinni á Arnarhóli.
Gleðigangan leggur af stað frá Hlemmi kl. 14.
Gleðigangan leggur af stað frá Hlemmi kl. 14.
Heimir Már Pétursson
Heimir Már Pétursson SteinarH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson