Verður Ingibjörg Ragnheiður Ungfrú alheimur?

Ingibjörg Egilsdóttir á æfingu fyrir keppnina.
Ingibjörg Egilsdóttir á æfingu fyrir keppnina. Reuters

Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingar eignist næstu Ungfrú alheim/Miss Universe 2009. Þá keppir Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir um titilinn eftirsótta á Bahamaeyjum ásamt 83 öðrum stúlkum frá jafnmörgum löndum.

Ragnheiður býr á Höfn í Hornafirði og tók þátt í Ungfrú Ísland fyrir hönd Austurlands árið 2008, hún lenti þá í öðru sæti. Hún átti að taka þátt í Ungfrú alheim í fyrra en hætti við það vegna persónulegra ástæðna. Ákveðið var því að senda hana út í ár sem fulltrúa Íslands en ekki eru reglur um það að stúlkurnar þurfi að hafa tekið þátt í sinni heimakeppni sama ár og keppninni úti. Enda keppnirnar haldnar á mismunandi tímum ársins um allan heim.

Ingibjörg er verðugur keppandi Íslands og hefur skarað fram úr stúlknahópnum á Bahamaeyjum. Í gær var hún í fimmtánda sæti í kosningu á heimasíðu Miss World og ef marka má ummæli á Facebook og öðrum samskiptasíðum þar sem fjallað er um fegurðarsamkeppnina er hún sigurstrangleg. Helsti keppinautur Ingibjargar er sögð Sandra Vinces frá Ekvador. Gaman verður að sjá hvort Dayana Mendoza frá Venesúela, krýnir Ingibjörgu arftaka sinn á morgun en NBC sjónvarpar keppninni sem er með áhorf á heimsvísu og sérstaklega þykir hún vinsæl í S-Ameríku.

Ingibjörg Egilsdóttir í íslenskum þjóðbúningi.
Ingibjörg Egilsdóttir í íslenskum þjóðbúningi. Reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant