Brúðkaupsdagur ársins

Gera má ráð fyrir að dagurinn í dag verði einn helsti brúðkaupsdagur ársins en mikill áhugi hefur verið á því undanfarin ár að ganga í hjónabönd á dögum með dagsetningum þar sem dagur, mánuður og ár mynda talnamynstur úr sömu tölum.

Mestur er áhuginn meðal Kínverja en níundi september er alltaf vinsæll brúðkaupsdagur meðal þeirra enda er talan borin fram með sama hætti og orðin „jiu, jiu" á kínversku sem þýðir: „í langan tíma”. Að þessu sinni þykir þriðja nían auka enn frekar á varanleika ráðahagsins og hamingju.

Ekki virðist hins vegar mikill áhugi á níunum þremur á Íslandi  því samkvæmt upplýsingum íslenskra presta hafa Íslendingar ekki sýnt sérstakan áhuga á að gifta sig á þessum degi, hugsanlega þar sem hann ber upp á miðvikudegi.

Nýgift hjón í Kuala Lumpur í Malasíu í morgun
Nýgift hjón í Kuala Lumpur í Malasíu í morgun Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler