Syndir núna í djúpu lauginni

Einar Bárðarson.
Einar Bárðarson.

„Að kalla mig útvarpsmann væri einfaldlega að gera lítið úr heilli stétt góðra fagmanna. En flestir læra að synda í djúpu lauginni og ég er þar núna,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður og útvarpsstjóri Kanans. Hlustendur hafa tekið eftir því að hann situr sjálfur við hljóðnemann á morgnana í þættinum Egg og beikon.

„Þetta er alveg hrikalegt. Þegar ég ætlaði að setja mannskap í morgundagskrána þá var ég búinn með peninginn þannig að það var annaðhvort að hafa þögn eða reyna sjálfur. En um leið og ég verð orðinn rólegur yfir rekstrinum, þá ræð ég einhvern betri,“ segir hann og hlær.

Athygli hefur vakið að Dr. Gunni er ekki sáttur við tónlistarstefnu Kanans.

„Það eina sem fór í taugarnar á mér við ummæli Dr. Gunna var að þau voru ekki tekin alvarlegar en raun var á,“ segir Einar. „Það hefði verið hægt að gera veður út af þessu og það hefði verið góð auglýsing. Við áttum reyndar ekki von á því að Dr. Gunni mynda fíla það sem við vorum að gera,“ segir hann og hlær aftur. „Ef popparar landsins færu að snúast gegn mér yrði ég kannski sár, en Kaninn er eins og annað í lífinu, langt frá því að vera yfir gagnrýni hafinn. Við erum ekki búin að vera nema 12 daga í loftinu og erum í stanslausri sjálfsgagnrýni.

Í framtíðinni sjáum við þessa stöð bjóða upp á tónlistarúrval sem er á milli FM957 og Bylgjunnar, svo ég vísi í eitthvað sem fólk þekkir, með tónlist til að koma fólki í gegnum daginn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson