Bardot biður Loren að leggja loðfeldunum

Myndir af Brigitte Bardot á sýningu í Boulogne-Billancourt í París.
Myndir af Brigitte Bardot á sýningu í Boulogne-Billancourt í París. Reuters

Kvikmyndastjarnan fyrrverandi, Brigitte Bardot, á 75 ára afmæli í dag. Hún notaði tækifærið í viðtali og hvatti jafnöldru sína, ítölsku stjörnuna Sophiu Loren, til að hætta að klæðast loðfeldum.

Bardot hætti kvikmyndaleik árið 1973, þá aðeins 39 ára gömul. Í kjölfarið vakti hún athygli sem harður baráttumaður fyrir dýravernd og náttúruvernd og hefur einnig talað opinberlega með íslamstrú með þeim hætti, að hún hefur hlotið dóma fyrir brot gegn hegningarlögum.  

Bardot lætur lífið fara fyrir sér. Hún býr í Saint Tropez á frönsku Rivíerunni ásamt eiginmanni sínum, sem er fyrrum aðstoðarmaður hægriöfgamannsins Jean-Marie Le Pen. Hún hefur hins vegar svarað skriflegum spurningum nokkurra franskra fjölmiðla í tilefni af afmæli sínu, þar á meðal AFP. Segir fréttastofan að Bardot hafi ekki getað stillt sig um að senda Loren, sem varð 75 ára 20. september, pillu.

„Ég óska Sophiu Loren, tvíburasystur minni," afmæliskveðjur og bið hana að hætta að ganga í loðfeldum - það væri besta gjöfin sem hún gæti gefið mér," segir Bardot.

Bardot gagnrýndi Loren um miðjan 10. áratug síðustu aldar vegna auglýsinga þar sem Loren kom fram íklædd loðfeldum. Sakaði Bardot Loren um að klæðast grafreitum. Loren svaraði ekki.  

Bardot segist í viðtalinu ekki sjá eftir neinu varðandi feril sinn. Hún varð heimsfræg árið 1956 þegar hún lék í myndinni Guð skapaði konuna og varð í kjölfarið eitt helsta kyntákn sjöunda áratugarins. En hlið ljúfa líf reyndist henni erfitt.

Á sýningu, sem sett hefur verið upp í París í tilefni af afmæli Bardot, sést m.a. þegar aðdáendur hópast að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í kjölfarið kom til átaka milli fólksins og lögreglu.  

Meðal muna á sýningunni er bíll úr eigu Brigitte Bardot.
Meðal muna á sýningunni er bíll úr eigu Brigitte Bardot. Reuters
Fjöldi mynda af Brigitte Bardot á hátindi frægðar sinnar eru …
Fjöldi mynda af Brigitte Bardot á hátindi frægðar sinnar eru á sýningunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson