Leikur sér að dúkkum

Barbra Streisand
Barbra Streisand SHAUN BEST

Barbra Streisand leikur sér enn að dúkkum. Hin 67 ára gamla söngkona ólst upp í mikilli fátækt og bætir sér það upp núna með því að kaupa eitt og eitt leikfang.

Streisand segir að þegar hún var krakki hafi vatnsflöskur verið dúkkurnar hennar. „Þegar maður á ekki hluti þarf maður að nota ímyndunaraflið,“ sagði Streisand og bætti við að fátæktin í æsku hefði enn áhrif á hana. „Ég trúi því ekki enn að ég hafi efni á því að fara í kostnaðarsöm frí, vegna þess að ef maður elst upp í fátækt er maður alltaf með það í huga. Það er alltaf hluti af manni sem er enn þessi litla stelpa sem fékk aldrei dúkkur þótt allir hinir krakkarnir ættu eina,“ sagði Streisand í spjallþætti Oprah Winfrey.

Streisand hefur unnið með leikfangaframleiðandanum Mattel við að skapa dúkku sem er eftirlíking af henni sjálfri. Hún sá lokaeintakið af dúkkunni í spjallþættinum og var ekki alveg ánægð með útkomuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson