Hluti af starfinu að sofa hjá Jagger

Mick Jagger
Mick Jagger SCANPIX SWEDEN

Fyrrverandi aðstoðarkona breska tónlistarmannsins Mick Jagger lýsir því í nýlegri bók að hluti af starfi hennar á tónleikaferðalagi Rolling Stones árið 1972 hafi verið að sofa hjá Jagger. Lýsingar hennar eru á þá leið að heiðarlegra hefði verið að hafa kynlífið í starfslýsingunni.

Konan, Chris O'Dell, var því sem næst "atvinnu grúppía" á tímabili. Í bók hennar Erfiðir dagar og langar nætur með Bítlunum, Steinunum, Bob Dylan og Eric Clapton, og konurnar sem þeir elskuðu (e. My Hard Days and Long Nights with The Beatles, The Stones, Bob Dylan, Eric Clapton, and the Women They Loved) lýsir hún sambandi sínu með stjörnunum.

„Þetta var víst hluti af starfinu. Hverjum einasta degi varði ég á heimili hans. Ég var sú sem hann leitaði til. Og fór í veislur með honum og allt,“ segir í bókinni. „Ef það hefði verið starfslýsing fyrir starfskonur Rolling Stones á þessum tíma, er ég nokkuð viss um að þar hefði verið ákvæði á þessa leið: „Sofðu hjá Mick hvenær sem hann um það biður.““

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson