Spilið Risk á hvíta tjaldið

Borðspilið Risk
Borðspilið Risk

Sony Pictures Entertainment stefnir á heimsyfirráð eftir að hafa fengið kvikmyndaréttinn á borðspilinu Risk, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Í spilinu er keppt um yfirráð yfir heiminum og er spilið mjög vinsælt víða um heim, þar á meðal á Íslandi.

Forstjóri Columbia Pictures (dótturfélags Sony), Doug Belgrad, segir að leikfangafyrirtækið Hasbro og Overbrook Entertainment muni koma að gerð myndarinnar.

Hasbro náði frábærum árangri með Transformers og G.I. Joe og áhorfendur hafa sýnt kvikmyndum sem vekja til lífsins leikföng og annað sem hefur staðist tímans tönn mikinn áhuga, segir Belgrad.

Risk var fyrst kynnt til sögunnar árið 1957 af franska kvikmyndagerðamanninum Albert Lamorisse. Þá hét spilið  La Conquete du Monde. Spilið var sett á markað í Bandaríkjunum árið 1959 af Parker bræðrunum undir heitinu Risk. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant