Dætur Ramsay skömmuðu hann fyrir lundaát

Gordon Ramsay
Gordon Ramsay

Sjónvarpskokkurinn hranalegi Gordon Ramsay rifjar enn upp frækna Íslandsför sína þar sem hann lenti að eigin sögn í lífshættu við að veiða lunda. Nú segir hann frá því að dætur hans hafi ekki yrt á hann í margar vikur eftir að hann veiddi lunda og át úr honum hjartað á Íslandi, sem sýnd var í sjónvarpsþætti hans.

Uppátæki Ramsay vakti töluverðan usla í fyrra og margir sem tóku lundaveiðarnar nærri sér, ekki síst þegar Ramsay reif hjartað úr fuglinum og lagði sér hrátt til munns með salti og pipar og grillaði síðan restina.

Sjálfur segir Ramsay hinsvegar að harðasta gagnrýni hafi hann fengið á eigin heimili þar sem dætur hans Megan, 11 ára, Holly 9 ára og Matilda, 7 ára, hafi verið miður sín vegna þess að þeir sofi með bangsalunda hjá sér á næturnar.

Ramsay segir frá viðbrögðum þeirra í viðtali í Bandaríkjunum en færir reyndar töluvert í stílinn um lífshætti á Íslandi því hann heldur því fram að þjóðin reiði sig algjörlega á lundaveiðar heila sex mánuði á ári. Og hann bætir við: “Til að sanna það í Reykavík að þú sért almennilegur karlmaður þá þarftu að hálfpartinn rífa hjartað upp, bæta við örlitlu af salti og pipar og éta það. En mér leið ekki vel eftir þetta.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson