Fékk Turner-verðlaun fyrir gyllta veggmynd

Richard Wright við veggmynd sína.
Richard Wright við veggmynd sína. Reuters

Breski listamaðurinn Richard Wright var í kvöld útnefndur handhafi Turnerverðlaunanna, helstu og jafnframt umdeildustu listaverðlauna Bretlandseyja. Wright hlaut verðlaunin, 25 þúsund pund,  fyrir risastóra gullskreytta veggmynd.

Wright var í mánuð að útbúa myndina, sem nær nánast yfir heilan vegg í Tate listasafninu í Lundúnum. Málað verður yfir myndina þegar sýningu Turner-verðlaunanna lýkur.  

Auk Wright kepptu Roger Hirons, Enrico David og Lucy Skaer um verðlaunin og þótti Hirons sigurstranglegastur en hann sýndi m.a. rykhrúgu sem er leifar af uppleystri farþegaflugvél.

Verðlaunin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir að verið sé að gera of mikið úr umbúðunum á kostnað innihaldsins.  Damien Hirst vann m.a. verðlaunin árið 1995 fyrir rotnandi haus af kú og  1998 fékk Chris Ofilie verðlaun fyrir mynd sem máluð var með fílaskít.  Simon Starling, sem vann árið 2005, tók í sundur skúr, breytti honum í bát og síðan aftur í skúr. 

Án titils, rykhrúga sem mun vera leifar af farþegaflugvél, eftir …
Án titils, rykhrúga sem mun vera leifar af farþegaflugvél, eftir Roger Hirons. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler